Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. nóvember 2020 16:39
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur, Andri Fannar og Alfons inn í A-landsliðið - Willum ekki vegna meiðsla
Icelandair
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson sóknarleikmaður AGF, Andri Fannar Baldursson miðjumaður Bologna, og Alfons Sampsted bakvörður Bodö/Glimt hafa verið kallaðir inn í A-landsliðið og verða því með í Þjóðadeildarleiknum gegn Englandi á miðvikudag.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen fara einnig hópnum og yfir í A-landsliðið. Það hafði áður verið tilkynnt.

Willum Þór Willumsson átti að fara í Englandsleikinn en hann yfirgaf völlinn meiddur þegar U21 landsliðið tapaði vann Írland í dag.

Það verða því alls fimm leikmenn sem halda frá Írlandi til Englands og verða með A-landsliðinu gegn Englendingum.

Ekki er vitað hvaða leikmenn detta út úr A-landsliðinu en það ætti að skýrast eftir leikinn gegn Danmörku sem verður klukkan 19:45 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner