Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. nóvember 2021 23:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert eðlilega heimskulegt hjá mér"
Arnór Ingvi Traustason gekk í raðir New England á árinu.
Arnór Ingvi Traustason gekk í raðir New England á árinu.
Mynd: Getty Images
Bruce Arena, fyrrum þjálfari LA Galaxy og bandaríska landsliðsins.
Bruce Arena, fyrrum þjálfari LA Galaxy og bandaríska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Rautt spjald. (Að sjálfsögðu er þetta Bóas með spjaldið)
Rautt spjald. (Að sjálfsögðu er þetta Bóas með spjaldið)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnór Ingvi Traustason gekk í raðir New England Revolution fyrri hluta árs eftir þriggja tímabila dvöl hjá Malmö í Svíþjóð. Arnór var í landsliðsverkefni í síðustu viku og ræddi við Fótbolta.net á laugardag.

Sjá einnig:
Enginn í Boston veit hver Arnór er - „Eins og keisarinn sé að koma inn í klefann"
Kallið kom Arnóri á óvart - Fékk send skilaboð „hingað og þangað"

Í þessum hluta var Arnór spurður út í tímabilið hjá New England. Hlutanum um New England er í raun skipt í þrjá hluta, einn hluti hefur þegar verið birtur og síðasti hlutinn verður birtur á morgun.

Var mjög spenntur að prófa MLS
Þegar New England kemur upp, er það í fyrsta sinn sem bandarískt félag kemur með raunhæft tilboð?

„Já, svona almennilega. Maður var búinn að heyra af einhverju smá en það var aldrei í plönunum áður að ég færi til Bandaríkjanna. Svo kom þetta bara upp, mér leist bara vel á þetta og var mjög spenntur að prófa þetta," sagði Arnór Ingvi.

Bjóst við meiru af sjálfum sér en fótboltinn allt öðruvísi
Hvernig hefur þetta tímabil verið hjá New England? Hvernig hefur þitt hlutverk verið og ertu ánægður með það?

„Ég bjóst við meiru af sjálfum mér, get alveg verið hreinskilinn með það, en þetta er bara gífurlega erfitt ef maður á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er náttúrulega allt öðruvísi en Evrópa, þar sem í Evrópu er ákveðin taktík en hér er boltinn meira opinn. Þetta er opnara og dálítið villt miðað við það sem ég persónulega er vanur."

„Ég hefði viljað gera meira, ná að gera meira með liðinu en við höfum verið að vinna, erum með besta sigurhlutfall í MLS. Við slógum öll met, t.d. stigamet, þannig maður getur ekkert verið að kvarta, liðið manns er að vinna og maður er mjög ánægður með það. En ef maður horfir á persónulegu hliðina þá hefði maður viljað gera mikið meira en það er ekki alltaf svoleiðis."


Hugsa oft til baka hvað í fjandanum ég hafi verið að gera
Arnór fékk tvö gul spjöld gegn DC United þann 19. ágúst og svo þremur leikjum seinna gegn Philadelphia Union. Báðir þessir leikir unnust. Þú ert búinn að fá tvö rauð spjöld, hvað kemur til?

„Já, jesús. Ég hef bara ekki fengið rautt spjald á ferlinum [þangað til í haust]. Þetta var einhvern veginn mjög heimskt, ég er bara ekki að hugsa. Ég hugsa oft til baka hvað í fjandanum ég hafi verið að gera. Þetta voru mjög heimskuleg spjöld en þjálfarinn minn talaði við mig og sagði að dómararnir hérna eru öðruvísi og fara bara eftir bókinni."

„Ef eitthvað er gult og ef eitthvað er aukaspyrna - þá getur allt gerst. Maður þurfti að fara erfiðu leiðina til að læra inn á þetta, dómgæslan er smá öðruvísi en alls staðar annars staðar. Þetta var samt alveg glórulaust og ég veit ekki hvað var að fara í gegnum hausinn á mér. Rauðu spjöldin komu líka með svo stuttu millibili."

„Fyrra rauða er þannig að ég er á gulu, maður kemst framhjá mér og hann er bara klókur. Ég fór í boltann og hann einhvern veginn og fæ seinna gula fyrir það. Í seinna skiptið er ég á gulu spjaldi fyrir eitthvað rugl og ríf aðeins í einn leikmann og hann hendir sér niður eins og ég hafi sparkað í hann. Ég var alveg veiddur en ég býð upp á þetta sjálfur. Þess vegna var þetta ekkert eðlilega heimskulegt hjá mér."


Ef maður lítur hratt yfir þá leiki sem hafa verið spilaðir síðan þá virðist þínum mínútum hafa farið fækkandi eftir þessi rauðu spjöld.

„Já, eðlilega ef maður horfir á þetta utan frá. Þjálfarinn horfir á leikmann og spyr sig hvort hægt sé að treysta á hann ef hann er með gult spjald. Ég skeit smá í mig og skil alveg hlið þjálfarans líka. Svo hefur liðið verið að vinna leiki þannig að hann hefur haldið í þá formúlu sem hefur verið að virka. Þjálfarinn, hann Bruce Arena, er mjög vanafastur maður og maður þarf stundum að kyngja sínu stolti og setja hausinn undir sig," sagði Arnór Ingvi.
Athugasemdir
banner