Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 15. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útskýrir af hverju Valur rifti við Juelsgaard
Vonast til að halda Ágústi - Hár verðmiði á Johannesen
Jesper Juelsgaard
Jesper Juelsgaard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Hlynsson
Ágúst Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var gestur hjá Herði Snævari í sjónvarpsþættinum 433 á Hringbraut.


Þar fór hann yfir leikmannamál liðsins en liðið rifti samningnum hans Jesper Juelsgaard. Hann spilaði bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður hjá Val í sumar.

„Hann er örugglega með þeim betri í fótbolta en þarna kemur hlaupagetan. Þegar maður horfir á þessa tvo þá var þessi hægra megin að hlaupa mun meira framávið. Hann er mjög sterkur á boltann og góður í fótbolta en fyrir mér ef þú ætlar að spila sem bakvörður verður að vera meiri hlaupageta," sagði Arnar.

„Það getur vel verið að hann fari í annað lið á Íslandi og standi sig frábærlega, þá er það bara eitthvað sem maður verður að kyngja."

Ágúst Eðvald Hlynsson spilaði með Val síðasta sumar á láni frá danska félaginu Horsens en Arnar er vongóður um að hann gangi alfarið til félagsins fljótlega.

„Ég vona að það gangi eftir á næstu dögum eða vikum að hann verði áfram. Auðvitað er það alltaf þannig með alla góða leikmenn að menn hafa drauma og langanir að komast út, sem er mjög eðlilegt. Ef eitthvað svoleiðis kemur óskar maður þeim bara góðs gengis og skilur það. Ef ekki þá vonast ég til að hann verði í Val á næsta ári ef hann verður á Íslandi," sagði Arnar.

Færeyski sóknarmaðurinn Patrik Johannesen hefur verið orðaður við Val.

„Hann er spennandi leikmaður en það þarf alltaf að vera einhver skynsemi í þessu. Það er ekkert auðvelt að sækja leikmenn sem eru á samningi, menn setja háa verðmiða á þá, þó margir haldi að Valur hafi ótakmarkað fjárráð þá er það bara alls ekki þannig, við þurfum að vera skynsamir hvað við gerum við peninginn. Að kaupa leikmann í kringum 10 milljónir er ansi mikið,"

Sjá einnig:
Staðfestir samkomulag við Val - Besta lausnin fyrir alla aðila


Athugasemdir
banner