Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 15. desember 2021 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn skoraði 43 mörk í 37 leikjum á árinu
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson hefur átt viðburðarríkt ár með danska liðinu FCK en hann deilir myndasyrpu með fylgjendum sínum á Instagram í kvöld.

Sjá einnig:
Juventus, Dortmund og Ajax meðal félaga sem fylgjast með Orra

Orri, sem er 17 ára gamall, skoraði 43 mörk í 37 leikjum með unglinga- og varaliði FCK á þessu ári. Þá bætti hann markametið hjá U17 ára liðinu sem var í eigu Jonas Wind.

Hann þykir meðal efnilegustu leikmönnum FCK og ásamt því að gera frábæra hluti með FCK þá hefur hann verið að standa sig vel með U19 ára landsliði Íslands.

Þar hefur hann gert fjögur mörk í sex leikjum með liðinu og lék þá fyrstu tvo leiki sína fyrir U21 árs landsliðið í nóvember.

„43 mörk í 37 leikjum, einn bikar og markamet. Gerum þetta aftur á næsta ári," skrifaði Orri Steinn við færsluna sem má sjá hér fyrir neðan.

Það er ekki langt í að Orri spili sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK en hann gekk til liðs við félagið árið 2019 frá Gróttu.




Athugasemdir
banner
banner
banner