Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Freyr og félagar á miklu skriði - Andri Rúnar skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason og félagar í Oostende eru á miklu skriði í efstu deild belgíska boltans og unnu Kortrijk í dag.

Ari Freyr spilaði allan leikinn sem vængbakvörður í naumum sigri þar sem Fashion Sakala skoraði bæði mörk Oostende.

Oostende er í fimmta sæti sem stendur, með 32 stig eftir 21 umferð. Liðið er í harðri baráttu um að enda í fjórða sæti.

Oostende 2 - 1 Kortrijk
1-0 Fashion Sakala ('18)
2-0 Fashion Sakala ('70)
2-1 T. Derijck ('91, víti)

Þá spilaði Andri Rúnar Bjarnason æfingaleik með Esbjerg. Hann kom inn af bekknum og skoraði í 5-3 tapi gegn Randers.

Andri Rúnar hefur ekki verið uppá sitt besta að undanförnu vegna mikilla meiðslavandræða en hann vonar að það versta sé að baki.

Það verður áhugavert að fylgjast með Andra Rúnari í Danmörku en hann gerði garðinn frægan með Helsingborg þegar hann raðaði inn mörkum í sænsku B-deildinni fyrir tveimur árum.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg. Pedri Hipolito er þjálfari Næstved sem vann æfingaleik gegn Slagelse í dag.

Randers 5 - 3 Esbjerg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner