Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. janúar 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin í dag - Annarri umferð lýkur
Kwame Quee mætir til leiks.
Kwame Quee mætir til leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afríkukeppnin heldur áfram að rúlla í dag - sunnudag - og verða fjórir leikir spilaðir.

Þetta eru síðustu leikirnir í annarri umferð riðlakeppninnar.

Í E-riðli spilar Fílabeinsströndin við Kwame Quee og félaga í Síerra Leóne. Sá leikur byrjar klukkan 16:00 og svo spilar Alsír gegn Miðbaugs-Gínea þremur tímum síðar. Fílabeinsströndin er með þrjú stig, Alsír og Síerra Leóne eru með eitt stig og er Miðbaugs-Gínea án stiga.

Í F-riðlinum spilar Gambía við Malí og Túnis mætir Máritaníu. Það var mikil dramatík í fyrstu umferðinni í þessum riðli þegar leikur Malí og Túnis var flautaður af of snemma. Malí var dæmdur sigurinn eftir að Túnisar neituðu að fara aftur inn á völlinn. Túnisar voru ekki sáttir með framkvæmd leiksins. Gambía og Malí eru með þrjú stig og hinar tvær þjóðirnar eru án stiga.

Leikirnir eru sýndir á Viaplay.

E-riðill:
16:00 Fílabeinsströndin - Síerra Leóne
19:00 Alsír - Miðbaugs-Gínea

F-riðill:
13:00 Gambía - Malí
16:00 Túnis - Máritanía
Athugasemdir
banner
banner
banner