Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 16. janúar 2022 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milner fyrstur til að spila 16 ára og 36 ára
Milner er alltaf hress.
Milner er alltaf hress.
Mynd: EPA
James Milner náði í dag sögulegum áfanga þegar hann spilaði með Liverpool gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Milner varð 36 ára fyrir tæpum tveimur vikum síðan og í dag var hann fyrsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni bæði 16 ára gamall og 36 ára.

Milner varð næst yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á þeim tíma, árið 2002 þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Leeds gegn West Ham.

Það er Richard Jolly sem birtir þessa skemmtilegu tölfræði á samfélagsmiðlinum Twitter.

Milner hefur verið öflugur fyrir Liverpool síðustu ár. Hann er örugglega hvergi nærri hættur.


Athugasemdir
banner