Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 16. janúar 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær sagði Rashford að hætta að væla
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, er sagður hafa sagt Marcus Rashford, leikmanni liðsins, að hætta að væla þegar hann kom til hans og kvartaði yfir því að vera að spila margar stöður.

Rashford spilaði bæði á hægri kanti og sem fremsti maður hjá Solskjær, en honum líður best að spila úti vinstra megin. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur ekki náð að festa sig almennilega í einni stöðu og var til að mynda notaður sem vængbakvörður hjá Ralf Rangnick um daginn.

Fram kemur hjá Daily Mail að Rashford hafi farið til Solskjær og reynt að tala við hann um það af hverju hann væri ekki alltaf að spila í sinni uppáhalds stöðu.

Solskjær tók víst ekki vel í þetta hjá honum og sagði honum einfaldlega að hætta að væla.

Rashford hefur verið mikið gagnrýndur upp á síðkastið fyrir það hvernig hann hefur verið að spila og fyrir líkamstjáningu inn á vellinum. Það er oft á tíðum eins og hann sé í fýlu á vellinum.

Rashford hefur verið að gera frábæra hluti þar sem hann hefur lagt mikla vinnu í að hjálpa börnum í fátækt. Það ber að minnast á það, þó það gangi ekki vel inn á fótboltavellinum hjá honum í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner