Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 16. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR að vinna í því að fá tvo en illa gengur að ná sambandi við Ítalina
Jakob Franz Pálsson.
Jakob Franz Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti það í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag að Vesturbæjarstórveldið væri að reyna að fá Jakob Franz Pálsson frá Venezia á Ítalíu.

Það gengi þó erfiðlega að ná samkomulagi við ítalska félagið.

Fótbolti.net sagði fyrst frá því í lok janúar að KR væri í viðræðum um að fá Jakob Franz í sínar raðir frá Ítalíu.

„Jakob Franz er búinn að vera að æfa með okkur og við erum að reyna að klára þau mál með ítalska félaginu hans. Það gengur erfiðlega en við erum að bíða og vinna mikla vinnu í að klára það," sagði Rúnar og bætti síðar við:

„Við höfum verið í basli við að ná sambandi við Ítalina. Þetta er eilíf barátta, þeir eru ekkert að flýta sér að svara okkur."

KR er líka að vinna í því að fá Benóný Breka Andrésson, ungan leikmann frá Bologna. Benóný er uppalinn í Breiðabliki.

Jakob er uppalinn í Þór en fór eftir tímabilið 2020 til Venezia á lánssamningi. Í þeim samningi var forkaupsréttur sem Venezia nýtti sér.

Jakob varð tvítugur í síðasta mánuði og lék fyrri hluta tímabilsins á láni hjá FC Chiasso í Sviss.

Jakob getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður. Hann lék í nóvember sinn fyrsta U21 landsleik þegar íslenska liðið mætti Skotum í vináttuleik. Hann á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin.
Útvarpsþátturinn - Rúnar Kristins og áhugaverð leikmannakaup
Athugasemdir
banner
banner
banner