Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. mars 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvarez að tvöfalda launin sín hjá City
Heimsmeistari.
Heimsmeistari.
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez er að fara skrifa undir nýjan samning við Manchester City. Núgildandi gildir fram á sumarið 2027.

Hugmyndin á bakvið samninginn er að hækka Alvarez í launum, í raun tvöfalda þá upphæð sem hann fær vikulega á núgildandi samningi. Hann er með um 50 þúsund pund núna en fengi 100 þúsund pund með nýja samningnum.

Alvarez er 23 ára og kom til City frá River Plate síðasta sumar. Hann hefur komið við sögu í 33 leikjum í öllum keppnum með City í vetur, skorað tíu mörk og lagt upp þrjú mörk. Hann hefur byrjað sex leiki í úrvalsdeildinni í vetur og er kominn með fimm mörk í deildinni.

Hann varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í lok síðasta árs, vann sér inn sæti í liðinu á mótinu og gegndi lykilhlutverki þegar leið á. Hann skoraði fjögur mörk á HM og er alls kominn með sjö mörk í nítján landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner