Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. mars 2023 20:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ánægðir með frammistöðu Pellistri - „Hann má vera stoltur"
Mynd: Getty Images

Facundo Pellistri var í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið lagði Real Betis með einu marki gegn engu og er komið í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar með 5-1 sigri samanlagt.


Pellistri er 21 árs gamall Úrugvæi sem hefur verið í herbúðum Manchester United frá árinu 2020 en hann hefur fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliðinu á þessari leiktíð.

Paul Scholes og Owen Hargreaves fyrrum leikmenn United voru sérfræðingar hjá BT Sport í kvöld en þeir voru ánægðir með frammistöðu Pellistri í kvöld.

„Hann vr sá sem var að reyna skapa og var hættulegur. Hann er mjög ákveðinn og ég held að við munum ekki sjá neinar krúsídúllur frá honum, hann fer bara beint áfram í átt að marki," sagði Scholes.

„Ég fíla hann, hann er með eitthvað. Hann er framsækinn og eins og Scholes sagði er hann ekkert að flækja þetta, hleypur að mönnum og setur þá undir pressu. Hann er allt öðruvísi en hinir leikmennirnir, Antony og Sancho," sagði Hargreaves.

„Hann má vera stoltur. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í United treyjunni, liðið vann og mér fannst hann spila vel."


Athugasemdir
banner
banner