Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 16. mars 2023 16:37
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Sevilla: Pellistri byrjar í fyrsta sinn
Pellistri fær tækifærið.
Pellistri fær tækifærið.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Real Betis í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:45. Manchester United ætti að klára dæmið þægilega á Spáni eftir 4-1 sigur í fyrri leiknum.

Brasilíski sóknarleikmaðurinn Antony fór ekki með Manchester United til Spánar en hann er veikur.

Brasilíski sóknarleikmaðurinn Antony fór ekki með Manchester United til Spánar. Anthony Martial, Christian Eriksen, Donny van de Beek og Alejandro Garnacho eru fjarverandi.

Casemiro fékk rautt spjald gegn Southampton og er á leið í fjögurra leikja bann. Það gildir þó aðeins í keppnum á Englandi svo Casemiro er í byrjunarliðinu.

Úrúgvæski vængmaðurinn Facundo Pellistri fær tækifærið og byrjar sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Manchester United. Pellistri er 21 árs vængmaður.

Byrjunarlið Real Betis: Rui Silva; Sabaly, Pezzella, Edgar, Abner Vinicius; William Carvalho, Guido Rodríguez; Ruibal, Joaquín, Juanmi; Ayoze Pérez.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Malacia, Maguire, Martinez, Casemiro, Fred, Fernandes, Rashford, Pellistri, Weghorst.
(Varamenn: Heaton, Butland, Lindelof, Sabitzer, Varane, Dalot, Shaw, Sancho, Elanga, McTominay)

Innan sviga má sjá hvernig einvígin standa:

Leikir dagsins:
17:45 Freiburg - Juventus (0-1)
17:45 Fenerbahce - Sevilla (0-2)
17:45 Betis - Man Utd (1-4)
17:45 Feyenoord - Shakhtar D (1-1)
20:00 St. Gilloise - Union Berlin (3-3)
20:00 Ferencvaros - Leverkusen (0-2)
20:00 Arsenal - Sporting (2-2)
20:00 Real Sociedad - Roma (0-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner