Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. mars 2023 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Carragher vill að Klopp kaupi hægri bakvörð - „Ekki viss um að Trent sé rétti maðurinn"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á CBS Golazo, segir að Liverpool verði að kaupa hægri bakvörð í sumar og veita Trent Alexander-Arnold meiri samkeppni en hann var afar ástríðufullur er hann ræddi þetta risavaxna vandamál enska félagsins.

Varnarleikur Alexander-Arnold hefur verið mikið til umræðu á þessu tímabili.

Ákefðin er engin og áhuginn til að verjast lítill en þetta vekur upp margar spurningar.

Alexander-Arnold hefur í raun aldrei fengið mikla samkeppni í hægri bakvarðarstöðunni og þegar Liverpool var upp á sitt besta sýndi hann gæði sín ofar á vellinum en Carragher segir að nú verði félagið að kaupa annan í hægri bakvörðinn því hann efast um að Englendingurinn muni bæta varnarleikinn.

„Það sem hefur gerst hjá honum á þessu tímabili getur ekki haldið áfram. Hann hefur verið alltof oft verið varnarlega slakur á þessu tímabili. Vandamálið er þeir hafa aldrei haft samkeppni fyrir Aleander-Arnold og ástæðan er einfaldlega af því hann hefur verið svo góður og þá hugsaru 'Hvernig kaupir þú og hvað eyðir þú miklu í einhvern sem er ekki að fara að spila í hverri viku?“ sagði og spurði Carragher.

„Liverpool er á þeim stað þar sem félagið þarf að kaupa hægri bakvörð. Þetta er undir Jürgen Klopp komið hversu góður sá hægri bakvörður á að vera og hvað hann mun kosta, en þessi strákur þarf einhverja alvöru samkeppni. Hann hefur verið að spila á hæsta stigi í fimm ár og ekkert hvílt. Hann hefur unnið allt og meira en marga dreymir um — og ég er svo stoltur af honum. Hann er uppalinn þarna sem kemur úr akademíunni og þarf hjálpina.“

„Hann þarf að hugsa það vel og lengi í lok tímabilsins um hvar hann er staddur sem hægri bakvörður. Ég hef alltaf komið honum til varnar því hann hefur verið að spila í einu besta lið heims og þegar þú spilar í einu besta liði heims þá ertu að sækja meira en þú ert að verjast. Við vitum öll að varnarleikur hans er ekki nógu góður og ég er hræddur um að það verði aldrei þannig.“

„Við erum að tala um leikmann sem hefur spilað 260 leiki og því mun hann ekki bæta sig neitt svakalega úr þessu. Þegar Liverpool missir dampinn og er ekki lengur eitt besta lið Evrópu, eins og þeir hafa verið undanfarið þá fer það að berjast um að komast í Meistaradeildina. Þá ferðu að verjast meira og sækja minna og þá sérðu verstu eiginleika Trent og ekki styrkleika hans að fara fram á við. Þetta er risavaxið vandamál.“

„Ég hélt að þetta vandamál kæmi upp eftir að Klopp færi frá félaginu og þá myndi Liverpool fara aftur í það að berjast um Meistaradeildarsæti, en ef Liverpool ætlar að reyna að komast í þessa keppni á hverju ári þá er ég ekki viss um að Trent sé rétti maðurinn í hægri bakvörðinn. Ef Liverpool tekst að komast aftur meðal bestu liða í Evrópu þá er hann klárlega rétti maðurinn, en akkúrat núna þarf hann hjálp.“

„Ég spái mikið í því hvaða skilaboð hann er að fá dags daglega þegar það kemur að varnarleiknum. Er þetta eitthvað rætt? Vilja þeir meira frá honum? Því þessi vöntun á ákefð þegar hann fer að pressa og loka á andstæðinginn er ekki til staðar og bara langt í frá. Það hefur sýnt sig á þessu tímabili og ég held að það muni gera það þangað til hann fær hjálp utan vallar eða með því að fá inn hægri bakvörð,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner