Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. mars 2023 11:22
Elvar Geir Magnússon
Infantino endurkjörinn forseti FIFA - „Ég elska ykkur öll“
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino hefur verið endurkjörinn sem forseti FIFA, alþjóða fótboltasambandsins, til næstu fjögurra ára.

Svissneski Ítalinn er 52 ára og fékk ekkert mótframboð. Hann hefur leitt FIFA síðan hann tók við af Sepp Blatter 2016.

KSÍ samþykkti á stjórnarfundi í desember síðastliðnum að styðja Infantino ekki áfram í forsetastólnum en FIFA hefur legið undir mikilli gagnrýni á síðustu mánuðum.

„Það er mikill heiður og forréttindi að vera treyst fyrir þessa ábyrgð. Ég lofa að halda áfram að vinna fyrir hag FIFA og fótboltans um allan heim. Við þau sem elska mig, og ég veit að þau eru mörg, og til þeirra sem þola mig ekki.... ég elska ykkur öll!"
Athugasemdir
banner
banner