Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. mars 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margir veltu fyrir sér hvað Dembele væri að gera á leik hjá Sunderland
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli að Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefði látið sjá sig í Sunderland í gær.

Hann var þar mættur á Stadium of Light að sjá Sunderland spila við Sheffield United í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Dembele, sem er í augnablikinu að glíma við meiðsli, var sýndur í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum og veltu margir því fyrir sér hvað hann væri að gera þarna.

Svarið er að Dembele er góður vinur eiganda Sunderland, Kyril Louis-Dreyfus. Þeir sátu saman í stúkunni.

Þeir eru jafnaldrar - báðir 25 ára - en Louis-Dreyfus er einn yngsti eigandinn í heimsfótboltanum. Dembele óskaði vini sínum til hamingju á samfélagsmiðlum þegar Sunderland komst upp í Championship-deildina, en hann fylgist greinilega nokkuð vel með félaginu.

Hver veit nema Dembele muni einhvern tímann spila með Sunderland á ferli sínum, en liðið er sem stendur í tólfta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner