Sigmundur Lárusson, eigandi SportTv, átti miða á ótrúlegan leik Liverpool og Dortmund í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag en ákvað á síðustu stundu að láta ekki sjá sig.
Hann missti af mikilli veislu en horfði reyndar á leikinn í sjónvarpinu heima.
Sigmundur heldur með Liverpool og er duglegur að skella sér út á leiki liðsins, hann var í Þýskalandi þegar fyrri leikurinn gegn Dortmund fór fram en lét sig vanta á seinni leikinn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur á miða sem hann ákveður að nýta ekki en hann átti líka miða á sögufrægan leik í Istanbúl þegar Liverpool vann AC Milan í ólýsanlegum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Elvar Geir og Tómas Þór heyrðu í Sigmundi í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag og má heyra viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Sjá einnig:
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir



