Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 16. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sean Dyche: Klikkuðum á undirstöðuatriðunum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Everton steinlá á útivelli gegn Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, þar sem heimamenn unnu 6-0 á Stamford Bridge.

Þetta er í fyrsta sinn sem lið sem spilar undir stjórn Sean Dyche tapar með svo stórum mun í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var hrikalegt kvöld, þeir refsuðu fyrir hver einustu mistök sem við gerðum. Við byrjuðum leikinn mjög vel og klúðruðum góðu færi í byrjun. Hefði það getað breytt leiknum?" spurði Dyche.

„Við vorum langt frá því að vera nógu góðir í þessum leik, við klikkuðum á undirstöðuatriðunum í fótbolta og var refsað fyrir það. Chelsea er með rándýrt lið og þeir sýndu gæðin sín í kvöld en við vorum sjálfum okkur verstir, við megum ekki gefa andstæðingum okkar svona auðveld færi í þessari deild.

„Þetta er skrýtið vegna þess að vandamálin hjá okkur hafa legið í sóknarleiknum frekar en varnarleiknum. Við megum ekki vorkenna sjálfum okkur, við þurfum að hrista þetta af okkur og ná í úrslit í næsta leik. Stuðningsfólkið okkar hefur verið frábært og á skilið að fá stuðninginn endurgoldinn með góðri frammistöðu."


Dyche var að lokum spurður hvort mínusstigin sem Everton fékk dæmd í úrvalsdeildinni hafi haft neikvæð áhrif á andlega hlið leikmanna.

„Þetta eru atvinnumenn sem mega ekki leyfa utanaðkomandi áreiti að hafa áhrif á frammistöðuna á vellinum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner