Það er möguleiki á því að tveir bestu fótboltamenn sögunnar, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, muni spila saman í fyrsta sinn á næstunni.
Carlos Tevez vill nefnilega bjóða þeim báðum í kveðjuleik sinn í Buenos Aires í Argentínu. Hann spilaði með þeim báðum á glæstum ferli sínum.
Carlos Tevez vill nefnilega bjóða þeim báðum í kveðjuleik sinn í Buenos Aires í Argentínu. Hann spilaði með þeim báðum á glæstum ferli sínum.
Tevez er að plana stóra daginn en það er ekki enn komin dagsetning á það hvenær leikurinn fer fram.
„Við munum láta þá spila saman," sagði Tevez um Messi og Ronaldo.
Messi og Ronaldo, sem hafa samtals unnið 13 Ballon d'Or, hafa oft spilað gegn hvor öðrum en það væri gríðarlega gaman að sjá þá saman í liði.
Athugasemdir