Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 16. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman rekinn frá Hebei China Fortune (Staðfest)
Chris Coleman hefur verið rekinn frá sem knattspyrnustjóri kínverska félagsins Hebei China Fortune.

Gengi Hebei China Fortune hefur verið slakt undanfarnar vikur og er liðið í næst neðsta sæti kínversku ofurdeildarinnar. Því var tekin ákvörðun um að reka Coleman.

Coleman tók við liðinu í fyrra af Manuel Pellegrini, sem tók þá við West Ham.

Coleman er 48 ára gamall og frá Wales. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Wales en hann hefur einnig stýrt félagsliðum á borð við Fulham, Real Sociedad og Sunderland.

Hann er í stóru hlutverki í þáttunum Sunderland 'Til I Die sem má finna á Netflix.
Athugasemdir
banner
banner