mán 16. maí 2022 14:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Aron lék rifbeinsbrotinn gegn FH
Aron vonast til að snúa aftur gegn Víkingi næsta þriðjudag.
Aron vonast til að snúa aftur gegn Víkingi næsta þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aron Jóhannsson hefur ekki verið með Val í síðustu tveimur leikjum en hann rifbeinsbrotnaði í jafnteflisleiknum gegn FH. Hann lék í 70 mínútur eftir að hafa meiðst í viðskiptum við Steven Lennon.

„Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig," segir Aron í samtali við Vísi.

„Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið."

Aron vonast til þess að vera orðinn kár fyrir leik gegn Víkingi næsta sunnudag. Arnór Smárason og Patrick Pedersen áttu að byrja leikinn gegn Stjörnunni í gær en meiddust báðir í upphitun. Meiðslin eru ekki alvarleg og þeir ættu að geta spilað umræddan leik gegn Víkingum.

Valsmenn töpuðu 1-0 fyrir Stjörnunni í gær þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Valsmenn eru í þriðja sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner