Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki erfitt að taka Emil af velli - „Orðið mun flóknara en áður fyrr"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver fagnar sigrinum
Oliver fagnar sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Ágúst Gylfason í dag um Hilmar Árna Halldórsosn og hans hlutverk hjá Stjörnunni. Ágúst, sem er þjálfari Stjörnunnar, nefndi í spjallinu að á meðan leik stendur væri verið að rýna í lifandi upplýsingar úr GPS vestum sem allir leikmenn væru með.

Sjá einnig:
Hilmar Árni með lifandi leikgreiningar - „Vildum nýta þennan demant"

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Þetta er orðið mjög tæknilegt, við erum að nýta alla þá tækni sem við höfum og félagið er búið að fjárfesta í frábærum GPS vestum - þetta nýjasta og flottasta sem tekið var í notkun fyrir nokkrum vikum. Þar getum við séð lifandi tölur um hvað er að gerast hjá hverjum leikmanni. Þetta skilar sér í betri frammistöðu og vonandi betri árangri líka," sagði Gústi.

Er erfitt að horfa framhjá tilfinningu á vellinum fyrir ákveðnum leikmönnum á ákveðnum tímapunktum?

„Þetta er bil á milli þessarar mannlegu þekkingar og mannlega innsæis sem þú tekur. Það er þjálfarans, sem er að fylgjast með leiknum út á velli að horfa í það. Svo getum við nýtt okkur tölur sem berast frá styrktarþjálfaranum Þór og Hilmari Árna sem er að taka út ákveðna punkta út frá myndböndum og við nýtum þetta inn í okkar umhverfi."

„Það er ekki hægt að taka þetta „spot on move" í burtu, þetta mannlega sem maður þarf að hafa. Þetta eru tól sem hjálpa. Það væri hægt að gera heimildarmynd um það sem er í gangi á bak við tjöldin. Þetta er miklu miklu meira heldur en einhver fótboltaleikur og léttar æfingar. Þetta er mikið af greiningum og pælingum sem fara fram og til baka."


Gústi tók ákvörðun að taka Emil Atlason, sem hafði skorað sex mörk í upphafi móts, af velli undir lok leiks. Inná kom Oliver Haurits sem skoraði sigurmarkið. Var það erfið ákvörðun?

Gústi hló áður en hann svaraði spurningunni. „Nei, það var í rauninni ekkert erfið ákvörðun. Við erum búnir að spila marga leiki á stuttum tíma og hann er búinn að spila flestar mínútur. Við þurftum bara ferskar lappir inn. Við gerðum fimm skiptingar, við fáum virkilega sprækan Óskar Örn inn og við fáum Oliver sem gerir sigurmarkið eftir sendingu frá Óskari. Þeir koma með ákveðinn kraft inn í leikinn sem skilar okkur þremur stigum."

„Það er okkar teymisins - sem er í þessu tilviki ég, Jökull, Hilmar Árni, Þór og Rajko - að sjá þetta og nýtum þá bæði tæknina og svo er það þetta „spot on move". Þetta var ákvörðun sem tekin var út frá mannlegu innsæi og hún virkaði. Stundum virkar þetta og stundum ekki. Menn segja oft að þetta séu engin geimvísindi en þetta er orðið mun flóknara en áður fyrr sem er bara skemmtilegt."

Athugasemdir
banner
banner