Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 16. maí 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann 1-0 heimasigur á Keflavík í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Mér líður vel, mér er létt eftir að hafa náð að vinna þetta með einu marki. Við áttum slakan fyrri hálfleik náðum ekki að skapa okkur neitt og Keflvíkingar lokuðu vel á okkur. Við vorum skömminni skárri í seinni, aðeins opnari leikur. Þeir komu framar og við vorum með vindinn í bakið þannig við áttum auðveldara með að sækja í síðari hálfleik og búa eitthvað til. Ég er bara gríðarlega feginn að hafa náð að landa sigri því þetta var hörku erfiður leikur."

Það hefur gengið illa að skora hjá Vesturbæjingum en það kom þó eitt í kvöld. En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni?

„Já það er það, við skorum 4 í fyrsta leik og síðan þá erum við búnir að vera í veseni. Skapað þónokkuð af færum í einstaka leikjum, ekki kannski í dag og síðast en í fyrstu 4 gerðum við mikið af því. Þá náðum við ekki að nýta þau nú náum við ekki að skapa þau. Þorsteinn kom inn fyrir okkur í þennan leik og bjargaði þessum 3 stigum þegar hann kom sér á fjærstöngina og skallaði inn þannig bara ánægður fyrir Steina hönd. Gott að fá hann aftur í Vesturbæjinn og það sýnir að það skiptir máli að vera með breiðan hóp og geta treyst öllum þeim leikmönnum sem ég er með."

KR náði þó að halda hreinu og það er þá eitthvað til að vera ánægður með?

„Já ég er mjög ánægður með það. Það skiptir miklu máli og við ætlum að reyna gera meira af því, því það eykur líkurnar á því að við getum unnið fótboltaleiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner