Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 16. maí 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann 1-0 heimasigur á Keflavík í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Mér líður vel, mér er létt eftir að hafa náð að vinna þetta með einu marki. Við áttum slakan fyrri hálfleik náðum ekki að skapa okkur neitt og Keflvíkingar lokuðu vel á okkur. Við vorum skömminni skárri í seinni, aðeins opnari leikur. Þeir komu framar og við vorum með vindinn í bakið þannig við áttum auðveldara með að sækja í síðari hálfleik og búa eitthvað til. Ég er bara gríðarlega feginn að hafa náð að landa sigri því þetta var hörku erfiður leikur."

Það hefur gengið illa að skora hjá Vesturbæjingum en það kom þó eitt í kvöld. En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni?

„Já það er það, við skorum 4 í fyrsta leik og síðan þá erum við búnir að vera í veseni. Skapað þónokkuð af færum í einstaka leikjum, ekki kannski í dag og síðast en í fyrstu 4 gerðum við mikið af því. Þá náðum við ekki að nýta þau nú náum við ekki að skapa þau. Þorsteinn kom inn fyrir okkur í þennan leik og bjargaði þessum 3 stigum þegar hann kom sér á fjærstöngina og skallaði inn þannig bara ánægður fyrir Steina hönd. Gott að fá hann aftur í Vesturbæjinn og það sýnir að það skiptir máli að vera með breiðan hóp og geta treyst öllum þeim leikmönnum sem ég er með."

KR náði þó að halda hreinu og það er þá eitthvað til að vera ánægður með?

„Já ég er mjög ánægður með það. Það skiptir miklu máli og við ætlum að reyna gera meira af því, því það eykur líkurnar á því að við getum unnið fótboltaleiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner