Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásgeir og Hrannar gætu spilað í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur verið í miklu brasi í upphafi móts en liðið er á botninum í Bestu deildinni og bikarmeistararnir eru dottnir úr leik í Mjólkurbikarnum.

Liðið tapaði gegn Fram í 16-liða úrslitum Mjókurbikarsins í gær.

Ásgeir Sigurgeirsson og Hrannar Björn Steingrímsson voru ekki í leikmannahópnum í gær vegna smávægilegra meiðsla.

Liðið heimsækir ÍBV á sunnudaginn en nýliðarnir hafa farið mjög vel af stað og eru í 8. sæti með sjö stig ásamt því að vera komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði í samtali við Fótbolta.net að Ásgeir og Hrannar gætu verið klárir í slaginn gegn ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner