
„Mér líður mjög vel. Þetta var góður leikur að okkar hálfu og það var frábært að ná að klára þennan leik í fyrri hálfleik." sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðablik eftir 4-0 sigurinn á Val í Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Valur
„Auðvitað er það alltaf markmiðið og það gékk bara fullkomnlega upp í dag."
„Mér fannst við bara verjastr ótrúlega vel allan leikinn og í rauninni nýttum þau færi sem við fengum. Við hefðum geta verið með betri færanýtingu í seinni hálfleik en ég er bara gríðarlega sátt með 4-0 sigur."
Berglind Björg skoraði tvö mörk í kvöld en hún er nýkomin til Breiðablik eftir að hafa yfirgefið Val eftir síðasta tímabil.
„Tilfinningin var mjög góð, það er alltaf gaman að skora."
Viðtalið við Berglindi má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.