Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Coman vill spila í enska boltanum - Tvö ár eftir af samning
Mynd: Getty Images
Kingsley Coman, sem er staddur á EM með franska landsliðinu, vill yfirgefa Þýskalandsmeistara FC Bayern fái hann ekki launahækkun.

Coman hefur mikinn áhuga á því að spila í enska boltanum en samningur hans við Bayern rennur út eftir tvö ár og hafnaði hann nýjasta samningstilboði frá félaginu.

Hinn 25 ára gamli Coman er mikill sigurvegari og hefur ekki ennþá spilað fyrir félagslið án þess að vinna deildartitil. Þessi öflugi og fjölhæfi sóknartengiliður á 30 leiki að baki fyrir A-landslið Frakka.

Sky í Þýskalandi segir Coman vera óánægðan með stöðu sína hjá Bayern. Hann telur félagið ekki meta sig að verðleikum og telur sig eiga skilið að fá talsvert hærri laun. Hann vill fá svipuð laun og liðsfélagi sinn Leroy Sane sem var keyptur frá Manchester City í fyrra.

„Við erum mjög slakir hérna hjá félaginu, við megum ekki fara yfir ákveðin mörk fjárhagslega og munum ekki gera það. Ef leikmaðurinn samþykkir það ekki þá getum við ekki haldið honum," sagði Uli Hoeness, forseti Bayern, í viðtali.

„Við vildum augljóslega ekki missa Alaba en samningur hans rann út og launakröfurnar voru óraunhæfar fyrir okkur. Kingsley á ennþá tvö ár eftir af samningnum - það getur margt gerst í heiminum á þessum tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner