Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Donnarumma og Buffon staðfestir í vikunni - Navas ósáttur
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að Gianluigi Donnarumma sé búinn að skrifa undir fimm ára samning við franska stórveldið Paris Saint-Germain.

Þar mun hann berjast við Keylor Navas um byrjunarliðssæti en Navas birti færslu á Instagram á dögunum þar sem hann virtist afar ósáttur með komu Donnarumma til félagsins.

Donnarumma er einn af bestu markvörðum heims þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Hinn 34 ára gamli Navas á þrjú ár eftir af samningi sínum við PSG.

Donnarumma er búinn að taka við keflinu af Gianluigi Buffon á milli stanga ítalska landsliðsins en það eru 21 aldursár á milli markvarðanna.

Buffon er einnig að skipta um félag eftir að hafa verið hjá Juventus. Hann er á leið til uppeldisfélagsins Parma, 20 árum eftir að hann var seldur.

Romano segir að bæði þessi félagaskipti verði staðfest í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner