Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 16. júní 2024 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Serbíu og Englands: Trent á miðjunni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Serbía og England eigast við í fyrstu umferð Evrópumótsins og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan leik enda eru Englendingar með ótrúlega sterkt landslið og telja margir sparkspekingar lærisveina Gareth Southgate vera líklegasta til sigurs í Þýskalandi.

Marc Guéhi byrjar í hjarta varnarinnar í liði Englands og er Kieran Trippier í vinstri bakverði, með John Stones og Kyle Walker varnarmenn Manchester City sér við hlið.

Trent Alexander-Arnold byrjar ásamt Declan Rice á miðsvæðinu og þá kemur ekkert á óvart í framlínu Englendinga, þar sem Bukayo Saka, Jude Bellingham og Phil Foden spila fyrir aftan fyrirliðann Harry Kane.

Englendingar eru með stjörnum prýddan varamannabekk þar sem má búast við að sjá menn eins og Cole Palmer og Conor Gallagher koma inn af bekknum þegar tekur að líða á leikinn.

Serbar eru með sterkt byrjunarlið þar sem má finna leikmenn á borð við Nikola Milenkovic, Sergej Milinkovic-Savic, Sasa Lukic, Filip Kostic, Dusan Vlahovic og Aleksandar Mitrovic.

Varamannabekkur Serba er heldur ekki af verri endanum þar sem má meðal annars finna Dusan Tadic, Luka Jovic, Ivan Ilic og Lazar Samardzic - ásamt Djordje Petrovic markverði Chelsea.

Serbía: Rajkovic, Veljkovic, Milenkovic, Pavlovic, Zivkovic, Milinkovic-Savic, Gudelj, Lukic, Kostic, Vlahovic, Mitrovic

England: Pickford, Walker, Stones, Guehi, Trippier, Alexander-Arnold, Rice, Saka, Bellingham, Foden, Kane
Athugasemdir
banner
banner
banner