Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 16. júní 2024 13:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Gakpo skoraði tíunda landsliðsmark sitt
Mynd: EPA

Það er jafnt í hálfleik þar sem Pólland og Holland eigast við í D-riðlinum á EM. Leikurinn fer fram í Hamburg.


Adam Buksa kom Pólverjum yfir eftir stundafjórðung en Hollendingar höfðu verið betri aðilinn í upphafi leiks.

Hollendingar héldu áfram að sækja á Pólverjana eftir markið og það bar loksins árangur.

Cody Gakpo framherji Liverpool jafnaði metin eftir um hálftíma leik þegar skot hans fór af varnarmnni og í netið. Þetta var tíunda landsliðsmark hans í 25. leiknum.

Hollendingar hafa verið mun sterkari aðilinn og naga sig í handabökin að vera ekki með forystuna í hálfleik.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner