Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 16. júlí 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 9. umferð: Eini framherjinn sem tekur ekki víti
Tobias Thomsen (KR)
Tobias Thomsen í leiknum gegn Val.
Tobias Thomsen í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen er leikmaður 9. umferðar í Pepsi Max-deild karla. Níundu umferðinni lauk í gær en Tobias var öflugur í 3-2 sigri KR á Vals á dögunum.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar - Baráttan unnin á miðjunni

„Það er alltaf góð tilfinning að vinna gegn þínu fyrrum félagi. Ég tala ennþá við suma stráka í liðinu svo það var gott að hafa yfirhöndina gegn þeim," sagði Tobias um leikinn við Val.

„Mér fannst ég ekki fá alvöru séns þar svo það var gott að vinna. Ég var stoltur af því hvernig liðið höndlaði það að lenda 2-0 undir gegn Val. Það sýnir að við erum ekki að leika okkur á þessu tímabili."

Vill fleiri mörk
Tobias hefur skorað fjögur mörk fyrir topplið KR í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til. Sem framherji þá hefði ég viljað skora nokkur mörk til viðbótar en það er ekki jafn auðvelt þegar þú færð ekki auðveld mörk eins og víti og svo framvegis. Ég held að ég sé eini framherjinn í deildinni sem tekur ekki vítaspyrnur," sagði Tobias og hló. „Ég er leikmaður sem vill vinna alla leiki svo ég er mjög ánægður. Ég veit að ég á líka meira inni."

Ánægður hjá KR
Tobias spilaði með KR sumarið 2017 og mætti aftur í Vesturbæinn síðastliðið haust eftir dvöl hjá Val.

„Það er gott að koma aftur í KR. Ég finn að ég er mikils metinn þar og ég hef tvo þjálfara sem hafa traust og trú á mér, það gerir alltaf gæfumuninn fyrir leikmann."

„ Í staðinn reyni ég að gefa allt í hverjum einasta leik, hvort sem það er að hlaupa 40 metra til að pressa eða elta ómögulegan bolta eða til að hjálpa liðinu að fara framar á völlinn."

„Það er ákveðið hugarfar í liðinu, við erum tilbúnir að gera hluti fyrir hvorn annan og berjast fyrir hvorn annan og það er gaman að taka þátt í því,"
sagði Tobias en hann er bjartsýnn á að KR haldi fluginu og landi Íslandsmeistaratitlinum.

„Algjörlega. Við misstum mikilvægan leikmann í Alex (Frey Hilmarssyni) fyrir nokkrum vikum en við höfum fengið leikmann eins og Pablo (Punyed) inn og hann hefur stigið upp. Við viljum vinna alla leiki og erum mjög einbeittir á að gera það út tímabilið."

Ekki búið gegn Molde
KR steinlá 7-1 í fyrri leiknum gegn Molde í Evrópudeildinni í síðustu viku en liðin eigast aftur við á fimmtudag.

„Úff, þetta var erfiður leikur," sagði Tobias um fyrri leikinn. „Það var mjög leiðinlegt að sjá hvernig leikurinn þróaðist. Við fengum þrjú mörk á okkur eftir hornspyrnur á meðan við höfum ekki fengið eitt svoleiðis mark á okkur í deildinni. Við gerðum okkur erfitt fyrir."

„Ég gefst aldrei upp og ég segi að þetta sé ekki búið fyrr en það er búið. Við þurfum að fara út á völl og spila okkar besta leik og sýna að það er ekki sex marka munur á milli okkar og Molde. Hefnd verður aðalmarkmiðið fyrir leikinn á fimmtudag og ég hef trú á að við getum náð í góð úrslit."


Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner