Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   fim 16. júlí 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti sigur Mourinho á St. James' - Aurier bað um að spila
Snemma í vikunni var tilkynnt um að bróðir Serge Aurier hefði verið myrtur. Í gær var svo tilkynnt um að morðinginn hefði gefið sig fram við lögreglu.

Það vakti athygli í gær að Aurier var í leikmannahópi Tottenham og í byrjunarliðinu þegar liðið heimsótti Newcastle.

Jose Mourinho var spurður út í veru Aurier í leikmannahópnum fyrir leik. „Við hefðum stutt hvaða stöðu sem hefði komið upp. Allir fara sínar eigin leiðir þegar kemur að því að tækla slíkan missi. Hann bað um að fá að spil. Á morgun fer hann til Frakklands og hittir móður sína," sagði Mourinho.

Fyrsti sigurinn á St. James'
Tottenham vann leikinn, 1-3, með tveimur mörkum frá Harry Kane og einu frá Heung-min Son.

„Þetta er sértakt fyrir mig og sérstakt fyrir liðið því við þurftum þrjú stig. Fyrir mig er þetta góð tilfinning ekki því þetta var eini völlurinn sem ég hafði ekki unnið á, það var ekki vandamál frá mér séð," sagði Mourinho eftir leik.

„Nú get ég horft á styttuna af herra Robson og hlegið af honum. Ég er vanur því að fara ekki með sigur héðan en núna get ég gengið frá vellinum með bros á vör."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner