fös 16. júlí 2021 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Hefur haft gígantísk áhrif á liðið
Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Borja Lopez Laguna.
Borja Lopez Laguna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Borja Lopez Laguna er leikmaður 11. umferðar í 3. deildinni að mati Ástríðunnar.

„Hann er valinn fyrir þessi tvö mörk í umferðinni og svo er hann líka valinn fyrir áhrifin sem hann hefur haft síðan hann kom inn. Það er smá ósanngjarnt af því að við erum að tala um þessa umferð," sagði Sverrir Mar Smárason.

„En hann skorar þarna tvö mörk. Áhrifin sem hann hefur haft, og í þessum leik líka, á Dalvík/Reyni eru gígantísk."

„Sérstaklega eftir að hann fór að spila sem sóknarmaður... hann var að valda Elliða miklum usla og kemur núna á móti Augnablik, skorar tvö mörk og er algjör lykilpunktur í sigrinum."

„Fyrir mér er hann leikmaður umferðarinnar... það voru einhverjir fleiri sem koma til greina," sagði Sverrir en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
Ástríðan - Fyrri hluta deildanna lokið
Athugasemdir
banner
banner