Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 16. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Real og Barca byrja á útivelli
Spánarmeistarar Barcelona hefja deildartímabilið á hörkuleik gegn Bilbao í Baskahéraði. Hann verður sýndur í beinni útsendingu í kvöld á Stöð 2 Sport.

Börsungar hafa unnið deildina tvö ár í röð, fjórum sinnum á síðustu fimm árum og átta sinnum á síðustu ellefu árum.

Lið Real Madrid er gjörbreytt eftir slakt tímabil og er Zinedine Zidane mættur aftur við stjórnvölinn. Real heimsækir Celta Vigo á morgun en liðið hefur aðeins unnið spænsku deildina tvisvar síðasta áratug þrátt fyrir að vera með bestu leikmenn heims innanborðs.

Valencia mætir Real Sociedad í beinni útsendingu og á Villarreal síðasta leik morgundagsins gegn Granada.

Sevilla heimsækir Espanyol á sunnudaginn og þá á Atletico Madrid heimaleik gegn Getafe.

Föstudagur:
19:00 Athletic Bilbao - Barcelona (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
15:00 Celta Vigo - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Valencia - Real Sociedad (Stöð 2 Sport 2)
18:00 Mallorca - Eibar
19:00 Leganes - Osasuna
19:00 Villarreal - Granada CF (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
15:00 Alaves - Levante
17:00 Espanyol - Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Betis - Valladolid (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Atletico Madrid - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner