Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert byrjaður að árita í Flórens - „Albert er kominn"
Albert Guðmundsson er mættur til Flórens og er að ganga í raðir Fiorentina frá Genoa. Hann kemur á lánssamningi en Fiorentina er með kaupmöguleika.

Fiorentina greiðir Genoa 8 milljónir evra fyrir að hafa Albert í eitt tímabil og þarf svo að greiða 20 milljónir evra til viðbótar til að fá hann alfarið yfir.

Þetta samsvarar um 4,3 milljörðum íslenskra króna.

Fiorentina birti mynd af Alberti Guðmundssyni í merktum Fiorentina bol, hann var að árita á fótbolta og voru stuðningsmenn klárir með símana á lofti.

Genoa virtist vera í vandræðum með að finna verðugan arftaka fyrir Albert en núna er komið í ljós að félagið er að ná samkomulagi við Andrea Pinamonti, sem féll óvænt úr efstu deild með Sassuolo á síðustu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner
banner