Kólumbíski kantmaðurinn Luis Díaz var í sumar orðaður við Barcelona og á síðustu dögum var hann lauslega orðaður við Manchester City.
Díaz er í stóru hlutverki hjá Liverpool og Arne Slot, stjóri liðsins, vill ekki missa hann. Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og var hann spurður út í Díaz.
Díaz er í stóru hlutverki hjá Liverpool og Arne Slot, stjóri liðsins, vill ekki missa hann. Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og var hann spurður út í Díaz.
„Þegar ég gekk inn á svæðið, þá var Sky Sports á skjánum og ég spurði hvort þetta væri svona allan daginn, bara verið að tala um fótbolta."
„Það er ekki óvænt að ég heryri sögusagnir um Díaz. Er framtíð einhvers leikmanns ekki til umræðu?"
„Hans framtíð er hjá okkur. Ég er hrifinn af mörgu sem ég hef séð. Hann hefur haft mikil áhrif á Liverpool og ég vona að hann hafi áhrif á komandi tímabili," segir Slot.
Fyrsti leikur Liverpool í deildinni verður gegn Ipswich á morgun.
Athugasemdir