Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik Liverpool og Ipswich sem fram fer í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann var spurður út í Martin Zubimendi sem Liverpool reyndi að kaupa frá Real Sociedad í sumar. Þau kaup virtust ætla ganga upp en á lokametrunum ákvað Zubimendi að hann vildi ekki fara til Liverpool.
Hann var spurður út í Martin Zubimendi sem Liverpool reyndi að kaupa frá Real Sociedad í sumar. Þau kaup virtust ætla ganga upp en á lokametrunum ákvað Zubimendi að hann vildi ekki fara til Liverpool.
„Hópurinn okkar er mjög sterkur, svo eins og ég hef sagt áður, þá er ekki auðvelt að finna leikmenn sem styrkja hópinn," segir Slot.
„Við höldum áfram með þá sem við erum með, við erum á góðum stað, við erum ánægðir með hópinn okkar."
„Því miður þá ákvað Zubimendi að koma ekki, Richard Hughes (íþróttastjóri Liverpool) reyndi allt til að sannfæra hann, en ef leikmaður vill ekki koma, þá er ekkert sem þú getur gert."
„Við höldum í sama lið, missum Thiago, Joel Matip og Adrian og það er alltaf hægt að tala um félagaskipti, en það sem er jákvætt er að liðið haldist saman."
Slot sagði að þeir Trent Alexander-Arnold, Mo Salah og Virgil van Dijk verða í hópnum á morgun. Blaðamenn reyndu að fá Slot til að tjá sig um þeirra samningamál en sá hollenski vildi ekki fara út í þá sálma rétt fyrir fyrsta leik. Um mögulega styrkingu hafði hann þetta að segja:
„Ég skil ekki þá pælingu að Liverpool sé veikara lið þar sem enginn hefur verið keyptur. Ef þú styrkir þig ekki, verðuru þá veikari? Við höldumt eins. Ég er fastur á þeirri skoðun að þú getir hjálpað til á æfingasvæðinu og bætt þig þar. Það hefur hjálpað við að bæta leikmennina sem eru í hópnum."
Athugasemdir