Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe ræðir PSR og erfiðan júní: Vildum ekki missa Anderson og Minteh
Elliot Anderson.
Elliot Anderson.
Mynd: Nottingham Forest
'Það fer gegn öllu sem ég hugsa um.'
'Það fer gegn öllu sem ég hugsa um.'
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, ræddi um erfiðan júní hjá Newcastle. Félagið þurfti að selja til þess að halda sig innan ramma ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að eyðslu félaga.

PSR (profit and sustainability rules) deildarinnar hafa mikið verið á milli tannanna á aðdáendum enska boltans. Þær reglur gera það að verkum að það er mjög hagstætt að selja uppalda leikmenn, hjálpar bókhaldinu meira en aðrar sölur.

Skoski miðjumaðurinn Elliot Anderson var seldur til Nottingham Forest á háa upphæð og þá keypti Brighton Yankuba Minteh, leikmann sem Newcastle keypti frá OB í fyrra, lánaði til Feyenoord og seldi á mun hærri upphæð núna ári síðar.

„Það er erfitt að finna leikmenn sem gera hópinn betri, við erum með það öflugan hóp. En það er alveg hægt að finna leikmenn."

„Við viljum ekki kaupa leikmann og sjá að hann hefur ekki haft nein áhrif nokkrum mánuðum seinna. Þetta snýst ekki bara um að fjölga um einn í hópnum, við viljum að menn séu nógu góðir til að hafa áhrif."

„Júní var erfiður, það var stres, mjög öðruvísi. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður að þurfa að taka ákvarðanir út frá fjárhagslegu hliðinni, frekar en fótboltahliðinni."

„Það fer gegn öllu sem ég hugsa um. Þegar það var farið, og við komumst yfir vonbrigðin að missa tvo hæfileikaríka unga leikmenn sem við vildum ekki missa, þá gátum við horft til framtíðar."

„Þeir leikmenn sem við höfum fengið í sumar hafa stækkað hópinn og ég vona að við getum fengið fleiri inn á næstu tveimur vikum,"
sagði Howe.

Newcastle kláraði kaupin á Lewis Hall í vetur. Þá hefur félagið fengið inn Odysseas Vlachodimos, William Osula, Lloyd Kelly og John Ruddy.
Athugasemdir
banner