Newcastle hefur lagt fram sitt fjórða tilboð í Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace. Palace hafnaði þriðja tilbðinu á dögunum og er það talið hafa verið upp á alls 60 milljónir punda.
Palace hefur sett 65 milljónir punda verðmiða á Guehi og spurning hvort að fjórða tilboðið sé nægilega gott að mati félagsins.
Palace hefur sett 65 milljónir punda verðmiða á Guehi og spurning hvort að fjórða tilboðið sé nægilega gott að mati félagsins.
Guehi er enskur landsliðsmaður, spilaði á EM í sumar, og fleiri félög höfðu áhuga á honum í sumar.
Ef tilboðið hljóðar upp á meira en 63 milljónir punda yrði það metupphæð hjá Newcastle því sá dýrasti í sögunni til þessa er Alexander Isak sem kom á 63 milljónir punda.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, tjáði sig um leikmannakaup á fréttamannafundi í morgun.
„Við höfum oft gengið í burtu úr viðræðum við félög, sérstaklega í byrjun því þá var Newcastle skattur - við mættum og þá var verðið tvöfalt hærra."
„Við hættum oft við því okkur fanst verðið of hátt. Það hefur aðeins breyst, því félög hafa séð hvernig við hegðum okkur og að við erum ekki að fara borga kjánalega háar upphæðir fyrir leikmenn."
„Ég veit ekki af því hvort eitthvað sé nálægt því að gerast. Við erum vongóðir, erum að leggja hart að okkur. Það er ekki vöntun á vinnuframlagi, en það er ekkert nálægt því að vera frágengið núna," sagi Howe.
Athugasemdir