Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalvin Phillips valdi Ipswich (Staðfest)
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er mættur til Ipswich og spilar þar í vetur á láni frá Manchester City.

Enski landsliðsmaðurinn er sagður hafa orðið spenntur fyrir verkefninu hjá Ipswich eftir samtal við stjórann Kieran McKenna og stjórnarformanninn Mark Ashton.

Phillips velur Ipswich fram yfir nokkur önnur félög í úrvalsdeildinni. City greiðir stóran hluta af launum Phillips á meðan lánsdvölinni stendur.

Hann hefur ekki náð að stimpla sig inn í gífurlega sterkt lið City frá komu sinni frá Leeds. Núna vill hann spila og Pep Guardiola sér möguleika á því að Phillips geti komið inn í lið City næsta sumar.

Ipswich byrjar tímablið á heimavelli á morgun. Liverpool kemur í heimsókn og Sky Sports segir að hann eigi að geta tekið þátt í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner