Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markakóngur Championship til Ipswich (Staðfest) - Má spila gegn Liverpool
Ipswich hefur krækt í Sammie Szmodics frá Blackburn. Ipswich er talið greiða á bilinu 9-10 milljónir punda.

Szmodics varð markakónugr í næstefstu deild Englands, Championship, á síðasta tímabili. Hann skpraði 27 mörk og hefur þegar skorað þrjú mörk á þessu tímabili í tveimur leikjum.

Szmodicz er 28 ára og var samherji Arnórs Sigurðssonar hjá Blackburn. Hann er uppalinn hjá Colchester og hefur einnig verið á mála hjá Bristol City og Peterborough United.

Hann var fyrst valinn í írska landsliðið á þessu ári og verður líklega í fyrsta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í haust.

Szmodics var skráður sem leikmaður Ipswich nægilega snemma í dag svo hann má spila gegn Liverpool í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á morgun.

Ipswich er einnig orðað við Jens Cajuste og Armando Broja. Þá er Kalvin Phillips að koma á láni frá Manchester City. Ipswich fór upp úr Championship deildinni í vor.
Athugasemdir
banner