Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem er einn frægasti söngvari heims, er búinn að kaupa lítinn hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Ipswich Town.
Sheeran hefur stutt við bakið á Ipswich alla sína ævi og er núna búinn að kaupa hlut í félaginu eftir að hafa verið í ýmsu samstarfi með því í fortíðinni.
Sheeran kaupir ekki nægilega stóran hlut í félaginu til að hafa kosningarétt í ákvarðanatöku stjórnar félagsins.
„Ég er mjög spenntur að vera orðinn hluteigandi í félaginu frá heimabænum mínum. Þetta er draumur allra stuðningsmanna að vera hluteigandi í félaginu sem þeir styðja við. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri," sagði Sheeran meðal annars.
Behind the scenes with Ed at media day! ???? pic.twitter.com/KVr4PxODZb
— IPSWICH TOWN (@IpswichTown) August 15, 2024
Athugasemdir