Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 16. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merino færist nær Arsenal
Mikel Merino.
Mikel Merino.
Mynd: EPA
Arsenal er að færast nær kaupum á miðjumanninum Mikel Merino frá Real Sociedad.

The Times greinir frá þessu í dag og talar jafnframt um 29,8 milljón punda kaupverð.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í Merino á fréttamannafundi í dag og sagðist þá ekki geta talað um leikmenn annarra félaga.

Merino skoraði sigurmarkið gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum EM í Þýskalandi en þessi 28 ára leikmaður á eitt ár eftir af samningi sínum við Sociedad.

Arsenal hefur verið áberandi í sumarglugganum, seldi Emile Smith Rowe til Fulham og keypti varnarmanninn Riccardo Calafiori.
Athugasemdir
banner
banner