Mikel Arteta, stjóri Arsenal, neitaði að tjá sig um Mikel Merino en Arsenal er sterklega orðað við spænska miðjumanninn.
Þegar hann var svo spurður út í nýjan framherja þá svaraði hann á þessa leið: „Við erum nú þegar með frábæra framherja." Fyrr í sumar hrósaði Arteta Brasilíumanninum Gabriel Jesus og sagðist sjá mun á honum frá því á tímabilinu á undan.
Jesus, Kai Havertz, Eddie Nketiah og Leandro Trossard hafa leyst stöðu fremsta manns. Arsenal hefur verið orðað við Benjamin Sesko, Dusan Vlahovic, Ivan Toney, Viktor Gyökeres og Aleksander Isak síðustu misseri.
Þegar hann var svo spurður út í nýjan framherja þá svaraði hann á þessa leið: „Við erum nú þegar með frábæra framherja." Fyrr í sumar hrósaði Arteta Brasilíumanninum Gabriel Jesus og sagðist sjá mun á honum frá því á tímabilinu á undan.
Jesus, Kai Havertz, Eddie Nketiah og Leandro Trossard hafa leyst stöðu fremsta manns. Arsenal hefur verið orðað við Benjamin Sesko, Dusan Vlahovic, Ivan Toney, Viktor Gyökeres og Aleksander Isak síðustu misseri.
Arsenal endaði í 2. sæti á síðasta tímabili og er stefnan sett á toppsætið í ár.
„Við þurfum að slá þessi met sem við settum aftur og ná í fleiri stig. Samkeppnin er öflug og hvert einasta tímabil er að verða erfiðara, við þurfum að bæta okkur aftur, það er klárt. Ég veit ekki hvað fullkomið er, en við þurfum að vera nálægt þeim tölum sem við höfum séð á síðustu árum."
Artreta staðfesti á fréttamannafundinum að Jurrien Timber er klár í slaginn fyrir leikinn en Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney eru ekki klárir.
Fyrsti leikur Arsenal á tímabilinu verður gegn Wolves á morgun klukkan 14:00.
Athugasemdir