Xherdan Shaqiri er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FC Basel og er því mættur aftur í félagið þar sem hann hóf feril sinn.
Shaqiri er 32 ára, fyrrum svissneskur landsliðsmaður, sem hefur leikið með Chicago Fire síðustu þrjú tímabil. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM. Hann rifti samningum sínum við Chicago fyrr í þessari viku.
Shaqiri er 32 ára, fyrrum svissneskur landsliðsmaður, sem hefur leikið með Chicago Fire síðustu þrjú tímabil. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM. Hann rifti samningum sínum við Chicago fyrr í þessari viku.
Hann hefur á sínum ferli spilað með Liverpool, Stoke, Bayern Munchen, Inter og Lyon á sínum ferli.
Í 496 keppnisleikjum með félagsliðum sínum hefur Shaqiri skorað 92 mörk. Í 125 landsleikjum skoraði hann 32 mörk. Hann lék síðast með Basel árið 2012.
Athugasemdir