Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   mán 16. september 2019 22:01
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Miðað við árangurinn verð ég áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara Blika, í kvöld.

1-1 jafnteflið gegn Stjörnunni þýddi að Blikar missti síðasta vonarneista á meistaratitli en staðfesti sæti þeirra í Evrópukeppni á næsta ári.

"Við fáum Evrópusæti annað árið í röð sem telst ágætis árangur, við vorum að leita eftir jafnvægi í félaginu, tryggja okkur í toppbaráttuna og við gerðum það.  Evrópa er klár og það er frábært en ég hefði viljað klára þennan leik og fá þrjú stig til að tryggja annað sætið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Hann hélt áfram.

"Næst förum við Eyja og svo fáum við nýkrýnda Íslandsmeistara KR í heimsókn til okkar, við óskum þeim til hamingju með titilinn en það væri gaman að fá fullan Kópavogsvöll í þeim leik."

Er Ágúst í alvöru sáttur með niðurstöðu sumarsins?

"Við fórum auðvitað í þetta tímabil til að vinna titil  og það því miður tókst ekki en árangurinn er ásættanlegur þó ég sé svekktur að fá ekki hérna úrslitaleik við KR í lokaleiknum, það hefði verið draumur."

Margt er skrafað um stöðu Ágústs í Kópavoginum, vill hann vera áfram og hvernig metur hann stöðuna?

"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það.  Það er góð framtíð í Breiðablik.  Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner