Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 16. september 2019 22:01
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Miðað við árangurinn verð ég áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara Blika, í kvöld.

1-1 jafnteflið gegn Stjörnunni þýddi að Blikar missti síðasta vonarneista á meistaratitli en staðfesti sæti þeirra í Evrópukeppni á næsta ári.

"Við fáum Evrópusæti annað árið í röð sem telst ágætis árangur, við vorum að leita eftir jafnvægi í félaginu, tryggja okkur í toppbaráttuna og við gerðum það.  Evrópa er klár og það er frábært en ég hefði viljað klára þennan leik og fá þrjú stig til að tryggja annað sætið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Hann hélt áfram.

"Næst förum við Eyja og svo fáum við nýkrýnda Íslandsmeistara KR í heimsókn til okkar, við óskum þeim til hamingju með titilinn en það væri gaman að fá fullan Kópavogsvöll í þeim leik."

Er Ágúst í alvöru sáttur með niðurstöðu sumarsins?

"Við fórum auðvitað í þetta tímabil til að vinna titil  og það því miður tókst ekki en árangurinn er ásættanlegur þó ég sé svekktur að fá ekki hérna úrslitaleik við KR í lokaleiknum, það hefði verið draumur."

Margt er skrafað um stöðu Ágústs í Kópavoginum, vill hann vera áfram og hvernig metur hann stöðuna?

"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það.  Það er góð framtíð í Breiðablik.  Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner