Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   mán 16. september 2019 22:01
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Miðað við árangurinn verð ég áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara Blika, í kvöld.

1-1 jafnteflið gegn Stjörnunni þýddi að Blikar missti síðasta vonarneista á meistaratitli en staðfesti sæti þeirra í Evrópukeppni á næsta ári.

"Við fáum Evrópusæti annað árið í röð sem telst ágætis árangur, við vorum að leita eftir jafnvægi í félaginu, tryggja okkur í toppbaráttuna og við gerðum það.  Evrópa er klár og það er frábært en ég hefði viljað klára þennan leik og fá þrjú stig til að tryggja annað sætið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Hann hélt áfram.

"Næst förum við Eyja og svo fáum við nýkrýnda Íslandsmeistara KR í heimsókn til okkar, við óskum þeim til hamingju með titilinn en það væri gaman að fá fullan Kópavogsvöll í þeim leik."

Er Ágúst í alvöru sáttur með niðurstöðu sumarsins?

"Við fórum auðvitað í þetta tímabil til að vinna titil  og það því miður tókst ekki en árangurinn er ásættanlegur þó ég sé svekktur að fá ekki hérna úrslitaleik við KR í lokaleiknum, það hefði verið draumur."

Margt er skrafað um stöðu Ágústs í Kópavoginum, vill hann vera áfram og hvernig metur hann stöðuna?

"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það.  Það er góð framtíð í Breiðablik.  Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner