Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mán 16. september 2019 22:01
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Miðað við árangurinn verð ég áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru blendnar tilfinningar hjá Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara Blika, í kvöld.

1-1 jafnteflið gegn Stjörnunni þýddi að Blikar missti síðasta vonarneista á meistaratitli en staðfesti sæti þeirra í Evrópukeppni á næsta ári.

"Við fáum Evrópusæti annað árið í röð sem telst ágætis árangur, við vorum að leita eftir jafnvægi í félaginu, tryggja okkur í toppbaráttuna og við gerðum það.  Evrópa er klár og það er frábært en ég hefði viljað klára þennan leik og fá þrjú stig til að tryggja annað sætið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Hann hélt áfram.

"Næst förum við Eyja og svo fáum við nýkrýnda Íslandsmeistara KR í heimsókn til okkar, við óskum þeim til hamingju með titilinn en það væri gaman að fá fullan Kópavogsvöll í þeim leik."

Er Ágúst í alvöru sáttur með niðurstöðu sumarsins?

"Við fórum auðvitað í þetta tímabil til að vinna titil  og það því miður tókst ekki en árangurinn er ásættanlegur þó ég sé svekktur að fá ekki hérna úrslitaleik við KR í lokaleiknum, það hefði verið draumur."

Margt er skrafað um stöðu Ágústs í Kópavoginum, vill hann vera áfram og hvernig metur hann stöðuna?

"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það.  Það er góð framtíð í Breiðablik.  Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir