Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 16. september 2019 22:25
Magnús Þór Jónsson
Rúnar Páll: Allar líkur á að ég verði áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll þjálfari Stjörnumanna taldi jafntefli sanngjörn úrslit gegn Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld.

"Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af færum og fjöri og flottum markvörslum.  Við skoruðum fallegt mark og svo gerði Höskuldur það líka, við gátum stolið þessu í blálokin þegar Guðmundur fær færi en við tökum þetta stig og svo er bara að halda áfram."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Eftir bikarúrslitin þurftu Stjörnumenn að sækja sigur til að ná 3.sæti í stað þess að verja 4.sætið.  Breyttist uppleggið eitthvað?

"Neinei, það breyttist ekkert uppleggið við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann, það var ekkert launungarmál.  Auðvitað hefði verið skemmtilegt ef 4.sætið hefði dugað en það er ekki.  Við eigum ennþá séns á 3.sætinu ef FH misstígur sig en ég er ekkert að sjá það gerast, ég held þeir klári sína leiki auðveldlega."

Er Rúnar farinn að horfa til næsta tímabils, verður hann áfram í Garðabænum miðað við sumarið.

"Við erum búnir að fá alltof fá stig í deildinni og duttum snemma út úr Mjólkurbikar.  Við erum búin að fá á okkur 30 mörk sem er ekki gott og það hefur skilað sér í töflunni, ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að vera í kringum 20 mörk á þig.

Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur.  Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar."


Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner