Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 16. september 2019 22:25
Magnús Þór Jónsson
Rúnar Páll: Allar líkur á að ég verði áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll þjálfari Stjörnumanna taldi jafntefli sanngjörn úrslit gegn Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld.

"Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af færum og fjöri og flottum markvörslum.  Við skoruðum fallegt mark og svo gerði Höskuldur það líka, við gátum stolið þessu í blálokin þegar Guðmundur fær færi en við tökum þetta stig og svo er bara að halda áfram."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Eftir bikarúrslitin þurftu Stjörnumenn að sækja sigur til að ná 3.sæti í stað þess að verja 4.sætið.  Breyttist uppleggið eitthvað?

"Neinei, það breyttist ekkert uppleggið við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann, það var ekkert launungarmál.  Auðvitað hefði verið skemmtilegt ef 4.sætið hefði dugað en það er ekki.  Við eigum ennþá séns á 3.sætinu ef FH misstígur sig en ég er ekkert að sjá það gerast, ég held þeir klári sína leiki auðveldlega."

Er Rúnar farinn að horfa til næsta tímabils, verður hann áfram í Garðabænum miðað við sumarið.

"Við erum búnir að fá alltof fá stig í deildinni og duttum snemma út úr Mjólkurbikar.  Við erum búin að fá á okkur 30 mörk sem er ekki gott og það hefur skilað sér í töflunni, ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að vera í kringum 20 mörk á þig.

Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur.  Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar."


Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner