Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
   mán 16. september 2019 22:25
Magnús Þór Jónsson
Rúnar Páll: Allar líkur á að ég verði áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll þjálfari Stjörnumanna taldi jafntefli sanngjörn úrslit gegn Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld.

"Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af færum og fjöri og flottum markvörslum.  Við skoruðum fallegt mark og svo gerði Höskuldur það líka, við gátum stolið þessu í blálokin þegar Guðmundur fær færi en við tökum þetta stig og svo er bara að halda áfram."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Eftir bikarúrslitin þurftu Stjörnumenn að sækja sigur til að ná 3.sæti í stað þess að verja 4.sætið.  Breyttist uppleggið eitthvað?

"Neinei, það breyttist ekkert uppleggið við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann, það var ekkert launungarmál.  Auðvitað hefði verið skemmtilegt ef 4.sætið hefði dugað en það er ekki.  Við eigum ennþá séns á 3.sætinu ef FH misstígur sig en ég er ekkert að sjá það gerast, ég held þeir klári sína leiki auðveldlega."

Er Rúnar farinn að horfa til næsta tímabils, verður hann áfram í Garðabænum miðað við sumarið.

"Við erum búnir að fá alltof fá stig í deildinni og duttum snemma út úr Mjólkurbikar.  Við erum búin að fá á okkur 30 mörk sem er ekki gott og það hefur skilað sér í töflunni, ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að vera í kringum 20 mörk á þig.

Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur.  Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar."


Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner