Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   mán 16. september 2019 22:25
Magnús Þór Jónsson
Rúnar Páll: Allar líkur á að ég verði áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll þjálfari Stjörnumanna taldi jafntefli sanngjörn úrslit gegn Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld.

"Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af færum og fjöri og flottum markvörslum.  Við skoruðum fallegt mark og svo gerði Höskuldur það líka, við gátum stolið þessu í blálokin þegar Guðmundur fær færi en við tökum þetta stig og svo er bara að halda áfram."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Eftir bikarúrslitin þurftu Stjörnumenn að sækja sigur til að ná 3.sæti í stað þess að verja 4.sætið.  Breyttist uppleggið eitthvað?

"Neinei, það breyttist ekkert uppleggið við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann, það var ekkert launungarmál.  Auðvitað hefði verið skemmtilegt ef 4.sætið hefði dugað en það er ekki.  Við eigum ennþá séns á 3.sætinu ef FH misstígur sig en ég er ekkert að sjá það gerast, ég held þeir klári sína leiki auðveldlega."

Er Rúnar farinn að horfa til næsta tímabils, verður hann áfram í Garðabænum miðað við sumarið.

"Við erum búnir að fá alltof fá stig í deildinni og duttum snemma út úr Mjólkurbikar.  Við erum búin að fá á okkur 30 mörk sem er ekki gott og það hefur skilað sér í töflunni, ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að vera í kringum 20 mörk á þig.

Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur.  Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar."


Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner