Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 16. september 2019 22:25
Magnús Þór Jónsson
Rúnar Páll: Allar líkur á að ég verði áfram
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll þjálfari Stjörnumanna taldi jafntefli sanngjörn úrslit gegn Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld.

"Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af færum og fjöri og flottum markvörslum.  Við skoruðum fallegt mark og svo gerði Höskuldur það líka, við gátum stolið þessu í blálokin þegar Guðmundur fær færi en við tökum þetta stig og svo er bara að halda áfram."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Eftir bikarúrslitin þurftu Stjörnumenn að sækja sigur til að ná 3.sæti í stað þess að verja 4.sætið.  Breyttist uppleggið eitthvað?

"Neinei, það breyttist ekkert uppleggið við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann, það var ekkert launungarmál.  Auðvitað hefði verið skemmtilegt ef 4.sætið hefði dugað en það er ekki.  Við eigum ennþá séns á 3.sætinu ef FH misstígur sig en ég er ekkert að sjá það gerast, ég held þeir klári sína leiki auðveldlega."

Er Rúnar farinn að horfa til næsta tímabils, verður hann áfram í Garðabænum miðað við sumarið.

"Við erum búnir að fá alltof fá stig í deildinni og duttum snemma út úr Mjólkurbikar.  Við erum búin að fá á okkur 30 mörk sem er ekki gott og það hefur skilað sér í töflunni, ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að vera í kringum 20 mörk á þig.

Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur.  Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar."


Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner