fim 16. september 2021 14:40
Elvar Geir Magnússon
Eru að ræða við Lingard og pabba hans
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Jesse Lingard snýr aftur á heimavöll West Ham um helgina en hann lék afskaplega vel með liðinu á lánssamningi á síðasta tímabili.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í framtíð Lingard á fréttamannafundi í dag en leikmaðurinn er á lokaári samnings síns.

„Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og að sjálfsögðu er félagið að ræða við hann og pabba hans. Við sjáum hann sem Man United leikmann í framtíðinni," segir Solskjær.

„Jesse er kominn aftur til okkar eftir frábera dvöl hjá West Ham. Hann sýndi gæði sín, hann er kominn aftur í enska landsliðið og er að skora mörk."

„Við viljum sjá það besta frá Jesse á þessu tímabili og við styðjum við hann. Vonandi verður hann áfram hjá okkur. Hann er rauður út í gegn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner