Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 16. september 2022 22:42
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Guðni Þór: Það er bara draumur þjálfarans að vera með svona góðan efnivið
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og við var að búast, bara hnífjafn leikur á móti hörkuliði að austan og spilaðist svona eiginlega eins og við reiknuðum með. Við fáum á okkur mark úr föstu leikaatriði í byrjun seinni hálfleiks sem að var óþægilegt að fá, þær lenda manni færri og oft er það svolítið snúið að spila á móti liðum sem eru einum færri og þær vörðust bara mjög vel en það er svona gott fyrir sálina að skora mark í lokin og fara allavega ekki með tap út úr tímabilinu", sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK í Lengjudeild kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

HK endar mótið í 4. sæti, Guðni sagðist nokkuð sáttur með árangur liðsins í sumar, 

„Já fyrir fram hefði maður alltaf eiginlega svona hugsanlega tekið það, markmið tímabilsins var í rauninni að fara og stríða þessum toppliðum, eigum við ekki að orða það bara þannig, við ætluðum að fara inn í topp fjóra og það tókst þótt vissulega séum við í topp tveimur svona 80% af tímabilinu. Það gaf okkur alveg mikinn kraft og svona trú og við vildum hiklaust reyna að keyra á það að ná þessum efstu tveimur en það er svolítið súrt að missa þetta svo niður í fjórða sætið þar sem að það er svona lægsta staðan sem við höfum verið í sumar, en hérna svona heilt yfir þá erum við bara mjög sátt við tímabilið, hvernig þetta þróaðist og við sýndum svona hvað í liðinu býr og við erum bara rosalega björt fyrir framtíðinni eins og þú sérð þá eru margir efnilegir leikmenn að spila í dag þannig þetta er bara mjög jákvætt allt saman". 

Viðtalið við Guðna Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner