Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 16. september 2022 22:42
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Guðni Þór: Það er bara draumur þjálfarans að vera með svona góðan efnivið
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson
Guðni Þór Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og við var að búast, bara hnífjafn leikur á móti hörkuliði að austan og spilaðist svona eiginlega eins og við reiknuðum með. Við fáum á okkur mark úr föstu leikaatriði í byrjun seinni hálfleiks sem að var óþægilegt að fá, þær lenda manni færri og oft er það svolítið snúið að spila á móti liðum sem eru einum færri og þær vörðust bara mjög vel en það er svona gott fyrir sálina að skora mark í lokin og fara allavega ekki með tap út úr tímabilinu", sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK í Lengjudeild kvenna eftir 1-1 jafntefli gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

HK endar mótið í 4. sæti, Guðni sagðist nokkuð sáttur með árangur liðsins í sumar, 

„Já fyrir fram hefði maður alltaf eiginlega svona hugsanlega tekið það, markmið tímabilsins var í rauninni að fara og stríða þessum toppliðum, eigum við ekki að orða það bara þannig, við ætluðum að fara inn í topp fjóra og það tókst þótt vissulega séum við í topp tveimur svona 80% af tímabilinu. Það gaf okkur alveg mikinn kraft og svona trú og við vildum hiklaust reyna að keyra á það að ná þessum efstu tveimur en það er svolítið súrt að missa þetta svo niður í fjórða sætið þar sem að það er svona lægsta staðan sem við höfum verið í sumar, en hérna svona heilt yfir þá erum við bara mjög sátt við tímabilið, hvernig þetta þróaðist og við sýndum svona hvað í liðinu býr og við erum bara rosalega björt fyrir framtíðinni eins og þú sérð þá eru margir efnilegir leikmenn að spila í dag þannig þetta er bara mjög jákvætt allt saman". 

Viðtalið við Guðna Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner