Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 16. september 2024 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Fékk símtöl og skilaboð frá æstum ÍR-ingum - „Skoraði þessi mörk fyrir Grindavík"
Lengjudeildin
'Þetta var engin auka hvatning fyrir mig að skora þessi mörk, vildi bara skora þau fyrir Grindavík og fyrir sjálfan mig'
'Þetta var engin auka hvatning fyrir mig að skora þessi mörk, vildi bara skora þau fyrir Grindavík og fyrir sjálfan mig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Konráðsson hafði mikil áhrif á lokaumferðina með mörkum sínum.
Kristófer Konráðsson hafði mikil áhrif á lokaumferðina með mörkum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík endaði með 26 stig í deildinni í ár.
Grindavík endaði með 26 stig í deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍR-ingar gátu verið kátir þrátt fyrir tap.
ÍR-ingar gátu verið kátir þrátt fyrir tap.
Mynd: Raggi Óla
Kristófer Konráðsson reyndist örlagavaldur í lokaumferð Lengjudeildarinnar þegar hann skoraði bæði mörk Grindavíkur í jafntefli liðsins gegn Njarðvík. Njarðvík þurfti að vinna leikinn til þess að komast í umspilið, en mörk Kristófers komu í veg fyrir það. Njarðvík komst í 0-1 í Safamýri en í byrjun seinni hálfleiks skoraði Kristófer mörkin sín og Njarðvík náði ekki að jafna fyrr en seint í uppbótartíma.

Þar sem Njarðvík missteig sig náði ÍR að halda sæti sínu í umspilinu. ÍR tapaði gegn Aftureldingu á sama tíma og Njarðvík spilaði og hefði fallið niður í 6. sætið, og úr umspilinu, ef Njarðvík hefði náð inn sigurmarki.

Fótbolti.net ræddi við Kristófer í dag og ræddi við hann um laugardaginn.

„Ég held ég sé með einhver 20 'message request' á Instagram og fékk einhver símtöl á laugardeginum sjálfum. Ég held það sé bara hluti af fótboltanum, þetta er skemmtilegt, snertir marga. Ég þakkaði nú bara fyrir. Ég skoraði þessi mörk fyrir Grindavík, ekki fyrir neinn annan. Það að ÍR hafi notið góðs af er bara skemmtileg keðjuverkun á þessu einhvern veginn. Ég skil alveg ÍR-inga að vera glaðir, gaman fyrir þá að komast í umspil. Ég er sjálfur ekki búinn að kippa mér upp við þetta," segir Kristófer.

;,Ég svaraði einu símtalinu, þá vissi ég ekki hver var að hringja, það var bara skemmtilegt. ÍR-ingar sungu nafnið mitt og eitthvað. Ég sagði við þá að það var gaman að þeir gátu notið góðs af, en þessi mörk voru skoruð fyrir Grindavík og ekkert annað í mínum huga."

Hluti af leiknum
Kristófer fékk mörg skilaboð og vinabeiðnir. „Það er búið að vera nóg að gera í símanum," segir Kristófer á léttu nótunum en hann svaraði ekki símtölunum sem fylgdu á eftir því fyrsta.

„Það skiptir mig, kannski því miður, alveg rosalega litlu máli að þessi mörk telji einhvers staðar eitthvað. Ég veit að það er hluti af þessari íþrótt að úrslit í öðrum leikjum geta haft áhrif. Það er bara hluti af þessu, maður hefur notið góðs af því sjálfur og öfugt. Þetta var engin auka hvatning fyrir mig að skora þessi mörk, vildi bara skora þau fyrir Grindavík og fyrir sjálfan mig."

Gátu jafnað stigafjölda síðasta árs
Grindvíkingar mættu Njarðvíkingum og ætluðu sér sigur. Með sigri hefði liðið endað með 28 stig líkt og í fyrra en verið með betri markatölu.

„Við nálguðumst þetta þannig að við ætluðum að gera betur en í fyrra. Ég held að það sé alltaf markmiðið hjá hverju liði: að bæta sig frá árinu áður. Við áttum séns á því að jafna okkar stigafjölda. Sérstaklega eftir slæman leik í Vestmannaeyjum, þá var markmiðið að gera vel í síðasta leiknum og enda þetta hálffurðulega tímabil á góðum nótum. Okkur fannst allir Grindvíkingar eiga það skilið."

Margir að díla við miklu verri hluti
Hvernig hefur verið að spila með Grindavík í ár?

„Þetta hefur kannski einhvern hátt verið „tricky", en hópurinn kom sér saman um það mjög fljótlega að þetta væri bara verkefni sem við ætluðum að tækla saman. Það var ekkert væl í gegnum tímabilið eða einhver vorkunn, enda margir aðrir að díla við miklu verri hluti en að geta ekki æft á vellinum sínum. Auðvitað var þetta skrítið og óvissan kannski óþægilegust, en þegar á leið tímabilið þá var þetta ekki jafn skelfilegt og fólk myndi kannski halda. Þetta er náttúrulega bara fótbolti."

Er að verða samningslaus
Kristófer er að ljúka sínu öðru ári hjá Grindavík og samningur hans rennur út í nóvember. Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera á næsta ári?

„Nei, ég ætla bara að njóta þess að fara í gott frí núna og skoða mín mál næstu vikurnar," segir Kristófer.

Kristófer er fæddur 1998 og er uppalinn í Stjörnunni. Hann skoraði þrjú mörk í sextán leikjum á þessu tímabili eftir að hafa skorað eitt mark í 21 leik tímabilið 2023.

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á miðvikudag þegar ÍR og Keflavík mætast annars vegar og Afturelding og Fjölnir hins vegar. Sigurvegararnir í einvígunum mætast í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni að ári.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner