Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 16. september 2024 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórorður í garð Lamine Yamal
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Undrabarnið Lamine Yamal átti stórleik í gær þegar Barcelona lagði Girona að velli í spænsku úrvalsdeildinni.

Þessi 17 ára gamli framherji hefur slegið rækilega í gegn seinustu mánuði og er einn efnilegasti, ef ekki bara efnilegasti, leikmaðurinn í boltanum í dag.

Yamal, sem er fæddur árið 2007, skoraði tvennu í gær og er núna búinn að koma að sjö mörkum í La Liga á tímabilinu. Það er aðeins einn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu sem hefur komið að fleiri mörkum en Yamal og sá leikmaður heitir Erling Braut Haaland.

Michel, stjóri Girona, var stórorður í garð Lamal eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég tel að hann sé nú þegar einn besti leikmaður í heimi og hann er bara 17 ára," sagði Michel.

„Það er erfitt að ímynda sér að það komi annar leikmaður sem er eins góður og Messi, en ég vona að Yamal geti haldið áfram að bæta sig því hann getur komist á það stig."

Það yrði ótrúlegt ef það myndi raungerast, en Yamal hefur ótrúlega hæfileika miðað við aldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner