Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Alexis Sanchez fór í aðgerð í dag - Spilar næst í febrúar
Alexis Sanchez verður lengi frá.
Alexis Sanchez verður lengi frá.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez gekkst undir aðgerð á ökkla í Barcelona í dag.

Sílemaðurinn er á láni hjá Inter á Ítalíu frá Manchester United en meiddist illa í landsliðsverkefni.

Hann mun ekki spila meira á þessu ári.

Í yfirlýsingu frá Inter segir að aðgerðin í dag hafi heppnast vel en leikmaðurinn sé ekki væntanlegur aftur út á keppnisvöllinn fyrr en í febrúar á næsta ári.

Sanchez var keyptur til Manchester United frá Arsenal en náði engan veginn að finna sig á Old Trafford.

Inter verður án leikmannsins það sem eftir lifir riðlakeppni Meistaradeildarinnar en þar er Inter að berjast við Barcelona og Borussia Dortmund um að komast áfram.

Þá er Inter í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar en liðið tapaði fyrir meisturunum í Juventus rétt fyrir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner